2. september 2007

Flutningi að ljúka

Gærdagurinn var strembinn hjá Gullu og Dagmar Ýr. Klukkan 10 mætti flutningabíll á Stillholtið og var tekið að bera út í bíl. Ýmsum hreystimönnum, af báðum kynjum, hafði verið stefnt á staðinn og var víst handagangur í öskjunni við kassa- og húsgagnaburð.

Fljótlega kom í ljós að einn bíll dugði engan veginn og var því kallaður út annar flutningabíll. Síðan var öllu hrúgað inn í Æsufellið og gekk allt víst bara vel fyrir sig.

Voru víst allir mjög þreyttir í gærkvöldi, og sváfu mæðgurnar þar af leiðandi vel fyrstu nóttina í nýju sveitarfélagi.

Enn er eitthvað smálegt eftir á Akranesi og er Gulla víst í því núna að flytja restar. Nú er flott að eiga strumparútu. Þegar búið er að taka öll sæti úr, þá er hægt að koma slatta af drasli fyrir í bílnum.

En það sér semsagt fyrir endann á þessu.

Nú þarf bara að leyfa aumum vöðvum að jafna sig og nokkrir eru víst marblettirnir á handleggjum og lærum hef ég frétt.

Við hér í Namibíu reyndum okkar ýtrasta til að senda góðar bylgjur til burðardýranna. Við hófum daginn á kaffihúsi og dunduðum okkur við verslanaleiðangra í búðum. Vorum líka þreytt eftir... en fáir marblettir þó.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...