11. september 2007

Litli frændi

Við Rúnar Atli vorum að lesa moggann áðan.

Á bls. 21 er verið að segja frá því að glænýir foreldrar þurfi líka hvíld. Þar er mynd af splunkunýju barni hágrátandi og vakti það eftirtekt Rúnars Atla.

„Hver er þetta?” spurði hann.

„Er þetta Aron Kári?” bætti hann við.

Klár drengur að þekkja litla frænda

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...