1. september 2007

Fyrsti í vori

Dagurinn í dag, 1. september, er fyrsti vordagur hér í Namibíu. Ekkert stórmennskubrjálaði hér eins og hjá Íslendingum að kalla einhvern dag á miðjum vetri sumardaginn fyrsta.

Nei, fyrsti vordagur.

Hann stóð alveg undir nafni. Töluvert hefur hitnað hér undanfarna daga og er maður jafnvel farinn að gjóa augum að viftunum.

Síðan er tímabreyting hér í nótt. Þá verðum við tveimur tímum á undan Íslandi og verðum það næstu sjö mánuði. Þannig að þegar ég vakna kortér yfir fimm á morgnana hér, þá er klukkan kortér yfir þrjú heima á Fróni.

Spurning að senda öllum kunningjum á Íslandi „góðan daginn“ sms þegar verið er að hita tevatnið...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já nei takk, ekki vera að hafa fyrir því að senda mér sms en ég veit að Davíð verður rosa glaður ef þú sendir honum DAGLEGA :-D

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...