Æ, mikið er gott hvað farið er að hlýna.
Í kvöld sátum við Rúnar Atli í miklum kvennafans; fimm íslenskar konur - ef Tinna Rut er talin með - sátu hjá okkur í kvöld. Kínamatur var pantaður og held ég allir hafi skemmt sér nokkuð vel.
Nú sit ég enn úti á verönd, aleinn reyndar, klukkan farin að ganga ellefu, og hitastigið alveg meiriháttar fínt. Svona á lífið að vera, að geta setið utandyra langt fram eftir kvöldi. Blankalogn og það eina sem heyrist er hundgá og skordýrasmellir. Einstaka bíll álpast framhjá húsinu en þeir eru ekki margir.
Já, og svo yljar hvítvínið ágætlega.
3. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
3 ummæli:
Konan þín hlýtur að hugsa hlýtt til þín eftir svona lestur, svona á meðan hún dröslar búslóðinni ykkar á milli landshluta, setur saman húsgögnin og tengir ljósin.
Vona bara að það standi ekki í þér hvítvínið...
Hmm, nei, nei, það rann ljúft niður.
Gulla er ekki komin með nettengingu í gagnið í Æsufellinu, svo hún hefur líklega ekki lesið þetta enn...
Jú Villi minn, ég las þetta sko í gær og mér varð nú bara um og ó og gat ekki brugðist við þessu fyrr :-)
Skrifa ummæli