Sonur minn er orðinn kurteis með eindæmum. Til lengri tíma fékkst hann ekki til að þakka fyrir nokkurn skapaðan hlut, en nú er öldin önnur. Ef einhver hnerrar, þá kallar hann „Guð hjálpi þér.”
Að máltíðum loknum þurfa allir að segja „takk fyrir mig” við hann, svo hann geti sagt „verði þér að góðu.” Síðan þarf hann auðvitað að þakka fyrir sig svo við getum sagt „verði þér að góðu” við hann.
Nú sló hann þó öll met. Hann var búinn með miðdegisblundinn sinn og ég var að sækja hann inn í herbergi. Ég spurði hann, svona í gamni, hvort hann vildi sofa lengur.
Svarið kom fljót:
„Nei, ... takk.”
2. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli