Sátum við úti á svölum áðan að borða kvöldmatinn. Lambakótilettur, ofnbakaðar kartöflur og gulrætur og sitthvað meira meðlæti.
Maturinn ekki aðalatriði í sögunni, en vildi bara láta koma fram að Tinna Rut hrósaði eldamennskunni.
Rúnar Atli var að reyna að fá okkur til að gera eitthvað fyrir sig og reyndi að kaupa okkur með því að segja „I love you.” Tinnu Rut þótti þetta voðalega sætt og segir: „I love you too.”
Heyrist þá í þeim stutta: „I love you three” en skipti svo um skoðun: „Nei, I love you one.”
Gullkornin flæða á þessum aldri.
9. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
1 ummæli:
Það er vissara að vera með á hreinu hvert þú ert að útdeila ástinni og í hvaða magni.
Skrifa ummæli