22. september 2007

Fótbolti, hvað?

Hér í sunnanverðri Afríku er lítið rætt um fótbolta þessa dagana. Nei, rúbbí og krikket eru mál málanna, enda eru heimsmeistaramót í gangi um þessar mundir í báðum þessum íþróttagreinum.

Rúnar Atli hefur fengið mikinn rúbbíáhuga. Suður-Afríka á eitt allra besta rúbbílið í heimi og síðan náði Namibía að vinna sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramótinu.

Við horfum því á rúbbí dag eftir dag, en því miður er Namibía að bíða hroðalega útreið gegn Argentínumönnum í kvöld. Ákvað ég því að blogga frekar en að horfa á seinni hálfleikinn...

Í dag uppfyllist ein ósk Rúnars Atla, en hún var að eignast rúbbíbolta. Hér sjáiði guttann með fína nýja boltann.


Síðan var einbeitingin mikil að kasta boltanum...




...og ekki er hægt að segja annað en drengnum hafi farist þetta vel úr hendi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er rétt, kannski verður íslenska rúbbílandsliðið orðið að staðreynd eftir 15-20 ár og þá kemur Rúnar Atli sterklega til greina sem fyrirliði og aðalmarkaskorari enda alinn upp við rúbbí. Verst að allir hinir í liðinu verða tómir bavíanar. Svolítið Eiður Smári syndrom.

Þetta er þá kannski frekar spurning um að tryggja sér namibískt vegabréf og komast í namibíska liðið. Viðtal við kappann kæmi þá í Fréttablaðinu, öftustu opnu, sem frægasti Íslendingurinn sem stundar óíslenska íþrótt.

Eru ekki annars fyrirliðar í rúbbí?

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...