22. september 2007

Grilltíð

Ákváðum að grilla í dag. Í þetta sinn þótti okkur við hæfi að vígja grillaðstöðuna á neðri hæð hússins. Höfum aldrei grillað þar áður, enda er aðeins lengra í eldhúsið þaðan. En, eins og þið sjáið er aðstaðan ágæt.


Grilluðum kannski fullmikið af mat. En gerir maður það ekki alltaf? Rússneskar pylsur, kótilettur, hamborgarahryggsneiðar, búapylsa, nokkrar nautasneiðar, og ég veit ekki hvað og hvað. Smárauðvín með, auðvitað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég væri nú alveg til í svona grillaðstöðu váááá.... öfund öfund

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...