Þegar við búum jafnlangt í burtu frá íslenskumælandi fólki og raun ber vitni, þá hefur sonurinn auðvitað ekki margar íslenskufyrirmyndir heldur en þá örfáu fjölskyldumeðlimi sem hann býr með. Reyndar er oft hlustað á Rás 2 og Bylgjuna um helgar og þekkir hann þær tvær stöðvar ósköp vel og raular stundum: „ráááás tvööööö.”
En helstu fyrirmyndirnar eru fáar og stundum hugsa ég hvort ég tali virkilega á þann hátt sem tungutak sonarins gefur til kynna.
Um sjálfan mig hef ég þá skoðun að ég tali alveg þokkalega íslensku. Á til að skella smáorðinu sko í lok setninga og segi kannski fulloft maður, einnig í lok setninga. En svona heilt yfir, álít ég að íslenskan mín sé ágæt.
Kannski lifi ég í einhverri draumaveröld í þessu samhengi.
Eitt dæmi.
Eitt af algengustu orðum sonar míns þessa dagana er: nennirðu.
Í bílnum spyr hann: „Nennirðu að hækka/lækka?” Er þá að tala um útvarpið. „Nennirðu að opna?” „Nennirðu að skrúfa?” „Nennirðu að gefa mér mjólk?” og svo framvegis og svo framvegis.
Æ, ég nenni ekki að skrifa meira...
9. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Hehe sá eldri var að spjalla við þann yngri einn morguninn þegar hann kallaði í mig til að láta mig vita að sá yngri sé farin að controla augunum sínum miklu betur en í the beginning in his life
hahhahaahahhaaaaa.....
Það er sko byrjað íslenskuátak á þessu heimili
Skrifa ummæli