8. júlí 2007

Fyrsta bíóferðin

Stór dagur í dag. Fyrsta ferð Rúnars Atla í kvikmyndahús. Öll fjölskyldan að Tinnu Rut undanskilinni fór á Shrek hinn þriðja. Ástæðan fyrir því að sú fimmtán ára sat heima var að hún sá þessa mynd þrjá daga í röð fyrir skömmu...

Rúnar Atli vissi nú ekki alveg hvert við vorum að fara eða hvað var í gangi. Hann var nú ekkert á því að koma með fyrr en honum var sagt að hann fengi popp og kók. Það gerði gæfumuninn.


Við vorum með skipulagða aðgerðaáætlun ef hann færi að gráta eða yrði ókyrr, en ekki þurfti að hrinda þeirri áætlun af stað. Guttinn sat bara ósköp kyrr nær alla myndina og var bara til fyrirmyndar.

Undir lok mánaðarins kemur víst Simpson bíómyndin hingað. Ætli við förum ekki aftur þá...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki skrýtið að Rúnar Atli hafi verið til fyrirmyndar í bíóinu, þessar myndir eru bara snilld:-) En hann er alltaf jafn sætur hann litli frændi minn.
Koss og knús frá Maju frænku sem er að býða eftir að Harry Potter komi í kvikmyndahús hér í Norge.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...