Í morgun fórum við Rúnar Atli og Dagmar Ýr út á flugvöll. Von var á Þórdísi, vinkonu hennar Dagmarar. Hún kom á réttum tíma eins og til var ætlast.
Í biðsalnum kom allt í einu lítil svört stúlka, eitthvað yngri en sonur minn, og hafði mikinn áhuga á Rúnari Atla. Tók hún meira að segja í hönd mér eins og skot og var mjög tilbúin að ræða við okkur. Sonur minn, hins vegar, hafði greinilega megnustu óbeit á hvers konar samskiptum af þessu tagi og endaði með því að fara að gráta. Fór stúlkan því til móður sinnar að lokinni þessari fýluför.
Þarna var líka kona sem virtist þekkja þá stuttu og brosti mikið að þessum leikþætti sem þarna fór fram.
Kom svo í ljós að faðir stúlkunnar litlu var að koma með flugvélinni frá London og urðu miklir fagnaðarfundir er þau tvö hittust. Benti ég Rúnari Atla á þetta, hversu gaman væri þegar pabbi manns kæmi í flugvélinni. Hann samþykkti það alveg.
Konan, sem fyrr var nefnd, tók eftir að við vorum að fylgjast með og segir í óspurðum fréttum að faðirinn sé barnabarn Pohamba.
Pohamba, fyrir þá sem ekki til þekkja, er forseti Namibíu.
Þarna fór sonur minn aldeilis illa að ráði sínu. Hefði geta komist í gott samband við eina af helstu fjölskyldum landsins, en nei, ónei, það var ekki á dagskránni...
28. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli