4. júlí 2007

Smáferðalag

Í morgun flugum við til staðar austarlega í Namibíu, sem heitir Tsumkwe. Fórum í lítilli rellu, sem var nú ekkert sérlega rúmgóð. En með því að fljúga spöruðust tveir akstursdagar. Gulla hefur nú aldrei verið sérlega hrifin af því að fljúga í minni vélum en Boeing 737, en hún lét sig hafa það eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. En hún fékkst engan veginn til að koma nær myndavélinni, hún konan mín.


Í Tsumkwe og nágrenni býr mikið af búskmönnunum svokölluðu og vorum við í skoðunarleiðangri. Ekki er nú mikið við að vera í Tsumkwe, enginn hraðbanki einu sinni. Þó var bensínstöð, en sá galli var á gjöf Njarðar að allt bensín var uppurið. Þarf því að aka 304 km vegalengd til að komast á bensínstöð.

Þarna er nýbúið að opna lítinn veitingastað. Ja, svona afgreiðslulúgu. Þar fengum við spjóthafur (oryx) og kartöflusalat fyrir heilar 100 íslenskar krónur. Ekki tók mjög í budduna að borða þar.

Eins og venjulega var okkur tekið fagnandi. Krakkar úr fyrsta til þriðja bekk dönsuðu fyrir okkur og skemmtu þau sér ekki síður er við.


Þrátt fyrir ólýsanlega fátækt ríkir alltaf gleði hjá börnunum.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...