
Í Tsumkwe og nágrenni býr mikið af búskmönnunum svokölluðu og vorum við í skoðunarleiðangri. Ekki er nú mikið við að vera í Tsumkwe, enginn hraðbanki einu sinni. Þó var bensínstöð, en sá galli var á gjöf Njarðar að allt bensín var uppurið. Þarf því að aka 304 km vegalengd til að komast á bensínstöð.
Þarna er nýbúið að opna lítinn veitingastað. Ja, svona afgreiðslulúgu. Þar fengum við spjóthafur (oryx) og kartöflusalat fyrir heilar 100 íslenskar krónur. Ekki tók mjög í budduna að borða þar.
Eins og venjulega var okkur tekið fagnandi. Krakkar úr fyrsta til þriðja bekk dönsuðu fyrir okkur og skemmtu þau sér ekki síður er við.

Þrátt fyrir ólýsanlega fátækt ríkir alltaf gleði hjá börnunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli