Í kvöld hlustuðum við á óperutónlist. Spænska sendiráðið hér í borg hafði milligöngu um að fá hingað tvö söngvara og einn píanóleikara og héldu þau sem sagt tónleika í kvöld í þjóðleikhúsi þeirra Namibíumanna.
Tenórinn, hann Jesús, leit út eins og týpískur óperusöngvari, þéttur á velli með miklar kinnar og undirhöku. Síðan var barítónsöngvari, Alfredo heitir hann, en sá leit frekar út eins og knattspyrnustjarna, spengilega vaxinn og með slöngulokka niður á herðar. Ekki má síðan gleyma íðilfögru senjórítunni, henni Söru, sem undir lék á píanó.
Er skemmst frá að segja að við Gulla skemmtum okkur geysivel. Lögin voru svona frekar í léttum dúr, reyndar á illskiljanlegum tungumálum, og liðu tveir tímar áður en við vissum af. Lófaklappið var mikið og tókur spanjólarnir tvö aukalög.
Svona uppákomur eru frekar sjaldgæfar hérna og því um að gera að skella sér þegar tækifæri gefst.
4. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli