30. júlí 2007

Klukk

Æ, blessunin hún dóttir mín klukkaði mig einhvern tímann um daginn, þvílík vitleysa, og þarf ég víst að skýra frá átta staðreyndum um sjálfan mig:

1. Ég hef einungis átt Macintosh tölvur - og er stoltur af
2. Þegar ég lauk doktorsprófi, þá gerðist ég áskrifandi að Andrési Önd á dönsku - og er stoltur af.
3. Ég fæ 4.939 krónur endurgreiddar úr skattinum þetta árið - og er stoltur af.
4. Á iPodinum mínum, fyrirgefiði, tónhlöðunni minni, er ég m.a. með Barnavísur Stefáns Jónssonar, sungnar af Bessa Bjarnasyni - og er stoltur af.
5. Ég kaupi reglulega reiðhjólablöð, þótt hjólið mitt safni ryki - og er stoltur af.
6. Ég á ekki gasgrill - og er stoltur af.
7. Ég á ein sólgleraugu - og er stoltur af.
8. Þarf að mæta í jakkafötum í vinnuna á morgun - jæja, er reyndar ekkert sérstaklega stoltur af því...

Svo má ég víst klukka einhvern...

...Maja mágkona í Norge - þú ert klikkuð, nei, ég meina klukkuð!!!

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...