20. júlí 2007

Slælegt heilsufar

Já, heilsan er ekki alveg upp á það besta þessa dagana hjá fjölskyldunni. Allir eru með kvef, en það þykir nú kannski ekki merkilegt. Pirrandi er það nú samt fyrir þá sem eru sífellt að snýta sér.

Í ljós kom í vikunni að veikindi Rúnars Atla um síðustu helgi enduðu í lungabólgu. Vægri, sem betur fer. Hann fékk svo háan hita um helgina og ef vökvatap líkamans verður of mikið, þá er víst hætta á lungnabólgu. Þetta lærir maður á þriðja barni :-(

Svo er ég búinn að vera stífur í baki síðustu daga og bara orðinn nokkuð kvalinn um miðja vikuna. Ekki þessi vanalegi bakverkur niður við mjaðmir, heldur verkur í miðju baki og rifbeinum. Fór ég í gær til hnykkjara og aftur í dag. Er hann kominn á þá skoðun að vöðvi í bakinu hafi tognað. Líklegt er að mín skrifstofuvinna og sjálfsagt ekki réttar stellingar við skrifborðið hafi eitthvað angrað vöðvana og síðan gæti líkamsrækt undanfarinna vikna hafa ýft þetta upp.

Hnykkjaratíminn í morgun var einhver sá kvalafyllsti sem ég man eftir. Hnykkjarinn potaði og nuddaði og lá við að ég æpti af kvölum og sársauka. En, ég beit á jaxlinn til að tapa nú ekki karlmennskuímyndinni...

Síðan fékk ég eitthvað kvalastillandi og bólgueyðandi og hefur liðið ágætlega seinnipartinn. Á að mæta aftur á mánudag og vona að það verði ekki eins miklar kvalir.

Það versta er að svona lagað tekur góðan tíma að lagast :-(

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta byrjunin að endalokum líkamsræktarferilsins?

Nafnlaus sagði...

Það væri gaman að fá svar við þessari spurningu að ofan...

Waiting.........

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...