Rúnar Atli er búinn að vera lasinn síðan á fimmtudag. Þá um kvöldið varð hann allt í einu heitur sem glóandi kolamoli. Var þá kominn með vel yfir 39 stiga hita. Síðan þá er hann búinn að vera með háan hita, sem dofnar við að fá hitastillandi, en kemur svo aftur með látum. Í gærdag fór hitinn nokkuð yfir fjörutíu stigin. En eitthvað virðist vera að brá af drengnum núna. Eftir að sofa tvær nætur í röð „á milli“ þá svaf hann alla síðustu nótt í sínu rúmi og í morgun var hann einungis með fimm kommur.
Illa hefur gengið að halda mat niðri síðan á fimmtudag, en núna í morgun bökuðum við feðgarnir vöfflur og hámaði hann í sig svolítið af þeim. Núna er hann meira að segja búinn að draga móður sína framúr rúminu.
Vonandi eru þessi veikindi á braut.
15. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli