13. júlí 2007

Skyldi eitthvað vera að gerast?

Jæja, á föstudaginn 13. samþykktum við tilboð í húsið okkar! Við erum búin að vera að prútta í sjálfsagt tvær vikur núna og virðumst búin að teygja tilboðsgjafann eins hátt og frekast er unnt. Hefðum viljað einn til tvo hundraðþúsundkalla í viðbót, en ákváðum að ekki hefði neinn tilgang að bíða lengur. Nú bíðum við eftir að bankinn gefi tilvonandi kaupanda grænt ljós á fasteignalán og þá fer allt ferlið af stað.

Það er víst búið að vera töluvert rennerí af fólki að skoða, en ekkert komið út úr því fyrir utan þennan eina. En, það þarf jú bara einn til að kaupa.

Nú erum við farin að skoða íbúðir í bænum, á netinu þ.e.a.s., og erum strax komin með eina í sigtið. Erum núna með alla anga úti til að fá fulltrúa okkar til að skoða hús. Vonandi fáum við fyrstu skýrslu núna um helgina.

Ef allt fer sem horfir, þá verðum við brátt komin á mölina og orðnir Reykvíkingar. Jafnvel Breiðhyltingar... og ég sem hef svo oft skotið á hana Gullu mína fyrir að hafa alist upp í villingahverfinu...

Sá hlær best sem síðast hlær, segir máltækið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já Breiðholt rockar. Segir gamli Breiðholtingurinn. Og það rætist nú úr sumum sem komu þaðan. Kveðja HGG

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...