30. júlí 2007

Babb í bátinn

Eftir geysilegar sviptingar í íbúðartilboðsmálum í gærdag, þar sem tilboðin gengu á milli á tveggja tíma fresti eða svo, þá hrundi allt í morgun. Við sögðum fasteignasalanum að því miður gætum við ekki sætt okkur við tilboðið frá seljendum íbúðarinnar sem við buðum í. Enn bar of mikið í milli, og ekki virtist mögulegt að finna hinn gullna milliveg.

Þannig fór um sjóferð þá.

Við Gulla sátum síðan til langt gengin í tvö síðustu nótt að skoða íbúðir á netinu. Enda var ég hálfslæptur í vinnunni í dag. Komst ekki í gang fyrr en á þriðja kaffibolla.

En núna er sem sagt vandræðaástand - náum við að kaupa og fá afhenta íbúð áður en þarf að tæma Stillholtið?

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...