Hann Rúnar Atli er kominn með nýja maníu.
Plástraæði.
Í hvert skipti sem farið er í bíltúr þá vill hann fara og kaupa plástra. Sér í lagi, auðvitað, þegar hann er með einhverjar skrámur. Það gerist nú nokkuð oft. En skrámurnar eru þó ekkert aðalatriði, hann vill bara fá fullan kassa af plástrum til að geta opnað þá.
Síðan setur hann kannski tíu plástra á sig, hér og þar, og tekur restina af plástrunum og límir þá saman. Þetta er það skemmtilegasta sem hann gerir núna. Engin spurning.
Síðan á hann það til í gæsku sinni að vilja plástra aðra meðlimi fjölskyldunnar.
En í gær tók síðan nýtt við. Þá uppgötvaði hann að þar sem pabbi hans er með eitthvað af hárum á fótunum þá er mjög gaman að líma plásturinn á og rífa síðan af.
Aftur og aftur.
Þetta þykir honum hin besta skemmtun eins og meðfylgjandi myndskeið ber með sér.
13. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Haaahhahahaa litill upprennandi snyrtifræðingur hér á ferð... Villi minn þetta er ekki svo vont ég fer í vax á 4 vikna fresti
Skrifa ummæli