Í morgun brá ég mér á bílasýningu með dóttur minni og syni.
Okkur líst þannig á að þegar móðir barnanna kemur hingað í sumar þá verði að fjárfesta í bifreið handa henni. Sjálfsagt best að búið sé að því áður en hún kemur.
Hún eiginkona mín er nefnilega ekki beinlínis þekkt fyrir þolinmæði, hef ég heyrt utan að mér.
Hvað um það, þetta er nú ekki einfalt mál, að velja ökutæki.
Bifreiðin þarf að vera lítil, þ.a. að auðvelt sé að finna bílastæði og eins til að vefja sig áfram á háannatíma í Windhoek.
Þó þarf að vera hægt að koma börnunum fyrir, og síðan þarf auðvitað að vera pláss fyrir pinklana úr verslunarleiðöngrum.
Erfitt er að finna bíl sem uppfyllir þetta. Ég gleymdi víst að taka fram að verðið þarf líka að vera skikkanlegt.
Við fórum sem sagt á bílasýninguna til að skoða úrvalið og möguleikana í stöðunni.
Hann Rúnar Atli, hver annar, datt síðan niður á lausnina.
Ford er málið, og týpan kallast Bantam. Hljómar líkt og Batman...
Hér er mynd af kagganum:
Eins og sést nægjanlegt rými fyrir pinklana, hægt að stafla von úr viti.
Ha?
Börnin?
Hvar þau eiga að vera?
Ekki vandamál. Rúnar Atli sýnir hér hver venjan er í sunnanverði Afríku, og sjálfsagt þekkist þetta á fleiri stöðum.
Sjálfsagt er ekkert mál að bolta niður barnastól á pallinn.
En síðan skipti Rúnar Atli um skoðun og vill kaupa þetta ökutæki handa móður sinni...
„Ha,“ spurði Tinna Rut, „heldurðu að mamma gæti verið á mótorhjóli?“
Ég hélt það nú. Hún er nú megasvöl hún Gulla.
Kannski fær hún Kawasaki í afmælisgjöf.
14. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
2 ummæli:
Ekki spurnig, mótorhjólið maður, sérðu ekki Gullu í anda þeysa um Afríku á Græna fáknum:-) Kveðja Maja sem ekur um á Bens:-)
Mótorhjólið enda er Gulla svalasta mágkona mín...
Skrifa ummæli