Úff, það er kalt á klakanum þessa dagana. Rúnar Atli, kallanginn, fékk alveg áfall í gær þegar við komum út úr Leifsstöð. Ekki nóg með að væri kalt, heldur líka brjálað rok. Hann vissi bara ekki hvaðan á sig stóð veðrið - í bókstaflegri merkingu.
En ferðalagið gekk mjög vel. Við sváfum mestan tímann af fluginu til Frankfurt. Ég svaf svosum ekki vel, en svaf þó. Rúnar Atli sofnaði klukkan tíu að kvöldi að þýskum tíma og ég þurfti að vekja hann hálffimm - klukkutíma fyrir lendingu. Síðan tók ég dagherbergi á flugvallarhótelinu og þar sváfum við í góða tvo tíma. Fórum í bað og sturtu og vorum alveg endurnærðir þegar biðröðin hjá Flugleiðum hófst. Hún var auðvitað lengi þ.a. við verðlaunuðum okkur með MacDonald's.
Spes fyrir Tinnu Rut.
Síðan var Rúnar Atli ekki alveg sáttur við öryggiseftirlitið. Þegar öryggisvörðurinn mundaði málmleitartækið í áttina að honum, þá missti minn maður alveg sjálfstjórnina. Ekki var betra meðan var verið að skoða mig. En það hafðist nú.
Flugleiðaflugið var fínt, rúsínur og cheerios fyrir Rúnar Atla. Hann var mjög imponeraður með allar þær flugvélar sem hann sá. Flugvél - Ísland, var viðkvæðið hjá honum í tvo daga fyrir brottför. Nú er hann sem sagt kominn.
Síðan fórum við snemma í rúmið í gærkvöldi og sváfum frameftir að namibískum tíma.
En skidekoldt...
17. nóvember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Ég tala íslensku hvað í þýðir eigilega imponeraður ? Finn það ekki í íslensku orðabókinni minni
Skrifa ummæli