18. nóvember 2006

Jólamatur

Fór á jólahlaðborð í gær. Kannski fullsnemmt, en það kom ekki að sök. Staðurinn var Skíðaskálinn í Hveradölum. Ég hef nú ekki komið þangað í mörg ár. Fyrir bruna. Mjög flott þarna inni og maturinn góður. Kostur var að ekki voru langar biðraðir, þ.a. ég fór nokkrar ferðir og þurfti ekki að hrúga öllu á diskinn í einni ferð.

Kom svo heim um hálfeitt um morguninn og þá var standandi partý heima. Nei, ekki hún Dagmar Ýr, heldur Gulla... Fullt af barnaskólakennurum sem skemmtu sér vel, ekki vantaði það. Heldur var þetta óvænt, en bara gaman.

Nú er kominn morgunn, og enn kolniðamyrkur.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...