10. nóvember 2006

Þungir þankar


„þér finnst mjög stutt síðan þú varst 22 ára?“ spyr minn elskulegi bróðir. Við mikinn fögnuð minnar enn elskulegri systur.

Hmm, já, ekki finnst mér langt síðan. Steinn Steinarr orti einhvern tímann ljóð sem heitir Barn. Þar lýsir hann því hvernig ævi manns rennur hjá. Síðasta versið hljóðar svo:

Ég var lítið barn
og ég lék mér við ströndina.
Tvö hlæjandi börn
gengu fram hjá
og kölluðu:
Gott kvöld, gamli maður,
gott kvöld!

Sem sagt, sögumanni finnst hann enn vera lítið barn þegar hann í raun er orðinn gamall maður. Páll Rósinkrans syngur þetta ljóð á plötunni Tónmilda Ísland.

Um 22 ára aldur gifti ég mig, vann í Teppalandi, bjó í lítilli kjallaraíbúð á Kambsvegi 11, átti sjálfskiptan Mitsubishi Tredia (reyndar átti Gulla hann), var barnlaus, hafði einu sinni farið til útlanda í þrjár vikur, fór í ljós reglulega, gekk um í mittissíðum leðurjakka og skóm með litlum dúllum á ristinni, átti til að fara á böll í Hollywood og á Broadway, hafði aldrei átt tölvu og kunni ekki á svoleiðis grip, lagði bleikt uppúrklippt teppi á svefnherbergið og gólfdúk með danssporum á eldhúsgólfið, átti bankareikninga í Búnaðarbankanum, Verslunarbankanum og Útvegsbankanum.

Já, mér finnst stutt síðan.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...