12. nóvember 2006

Snilld veðurfréttamanna

Heitt, heitt, heitt.

Síðustu þrjá daga verður veðrinu hér best lýst á einn hátt: heitt.

Skv. weather.com er 32 stiga hiti í Windhoek í dag. Og, já, það
fylgir með að ekki sé nóg með að það sé 32 stiga hiti, heldur finnst
fólki hitinn vera 32 stig.

???

Hvaða viska er nú þetta? Eru ekki 32 gráður 32 gráður?

Þetta kallar maður að gera einfalt mál flókið.

Ég ætla að skella loftkælingunni í gang í svefnherberginu og leggjast
ofaná sængina mína og gá hvort mér líði ekki betur eftir svona
hálftíma hraðkælingu.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...