Tinna Rut lenti í ævintýri á fjórhjóli á laugardaginn. Hún fór ásamt Sölku og Möggu á fjórhjól í eyðimörkinni.
Hún var síðust í röðinni og svo drap hjólið hennar allt í einu á sér. Fararstjórinn tók ekki strax eftir því en skipaði síðan Sölku og Möggu að halda kyrru fyrir og fór að leita. Hjólið fór ekki í gang, þ.a. hann brunaði með hana aftan á til að sækja nýtt. Síðan var þotið til baka til að hitta þær tvær. En á leiðinni þá velti Tinna fjórhjólinu.
Takk fyrir.
Hún gætti sín ekki á að slá nægjanlega af í beygju og rúllaði því um koll. Hún er öll aum í vinstri hliðinni, en ekkert alvarlegt. Hefði getað farið verr, engin spurning. Hann var víst alveg í rusli gaurinn sem var að lóðsa þær. En þær héldu síðan áfram og skemmtu sér mjög vel. En Tinna Rut haltrar svolítið núna og er á fá stóran marblett á lærinu.
Íþróttameiðsl hafa alltaf þótt töff.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Já, íþróttameiðsl. Sumir fá en aðrir þrá, nefni engin nöfn...
Skrifa ummæli