19. nóvember 2006

Erfiðisvinna

Þá er líkamsræktin mín fyrir vikuna búin. Fór út - á sunnudagsmorgni - að skófla snjó. Ákvað að vaða í þetta áður en færi að frysta á nýjan leik. Mokaði frá innkeyrslunni, en byrjaði þó á því að hreinsa frá sorptunnunni. Ekki vill maður hafa sorphirðina á móti sér, svo mikið er víst.

Fór varlega í moksturinn. Enn er í fersku minni Þorláksmessa fyrir nokkrum árum, en þá var ég í Grundarfirði þegar fór að snjóa. Ég út að moka, eins og lífið ætti að leysa. Endaði ekki betur en svo að ég fór í bakinu. Komst ekki til hnykkjara fyrr en milli jóla og nýárs, enda var ég orðinn eins og vinkill í laginu. Tók marga mánuði að verða góður á nýjan leik.

Í dag gætti ég mín því á að pústa oftar en ekki, rétta úr bakinu og horfa til himins. Enda í fínu lagi núna.

Skellti líka upp spegli og veggljósi í baðherberginu. Bar líka silíkon meðfram sturtubotninum, en eitthvað virtist farið að leka þar.

Nóg að gera hjá húseiganda.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Villi !!! Fann þetta blogg og áhvað að láta vita að því ! Héðan er allt gott að frétta , og vonandi hjá ykkur líka . Hafðu endilega samand ef þú getur og villt !!!! Með kveðju Sigga Wium Selfossi . wium56@hotmail.com

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...