8. nóvember 2006

Ha, mamma þín í ljósum?

Fór út að borða með allan krakkaskarann áðan. Rúnar Atla, Tinnu Rut
og vinkonurnar tvær að heiman. Síðasta kvöldið þeirra tveggja hér. Á
meðan við erum þar fæ ég sms frá Gullu: Var í einkaþjálfun, alveg
búin, er að fara í ljós. Eða eitthvað í þessa áttina.

Vinkonurnar horfðu á Tinnu Rut: Fer mamma þín í ljós??? Tinna Rut
horfði á mig: Pabbi, fer mamma í ljós???

Ég rifjaði upp fyrir þeim þegar ég var á að giska 22 ára gamall og
stundaði grimmt, ásamt eiginkonunni, ljósastofur bæjarins. Þetta
fannst stúlkunum vægast sagt ótrúlegt. Mamma þín og pabbi í ljósum???
Tinna Rut gat lítið sagt.

Af hverju er svona erfitt að trúa þessu?

Hvað gerðist eiginlega frá því ég var 22 ára?

2 ummæli:

Davíð Hansson Wíum sagði...

Leyfðu mér að giska, þér finnst mjög stutt síðan þú varst 22ja?

Nafnlaus sagði...

haha góður Davíð

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...