7. september 2006

Sundgarpar

Við Rúnar Atli höfum tekið sundið með trompi þessa daga á Fróni. Að undanskildum laugar- og sunnudegi höfum við farið í sund á hverjum einasta degi. Ég sé líka mikla breytingu á honum. Fyrsta daginn var hann límdur við mig, grét í sturtu, og var bara almennt ekki sáttur við suma hluti tengda sundferðinni. Í dag, hins vegar, réð hann sér ekki fyrir kátínu í lauginni. Lét sig fljóta á meðan ég var eitthvað að sniglast í kringum hann. Heimtaði margoft að fá að hoppa af bakkanum útí laugina og vildi svo endalausar ferðir í rennibrautinni. Meira að sega reif hann mig úr heita pottinum, sem er okkar afslöppun, til að fara eina bunu til viðbótar. Og sturtan... ekkert mál.

Nú er stefnan að reyna að fara sem oftast í þær tvær sundlaugar í Namibíu sem eru upphitaðar. Önnur er u.þ.b. 90 km fyrir norðan Windhoek, Gross Barmen heitir staðurinn, nálægt Okahandja fyrir þá sem hafa komið í heimsókn. Hin er svipaða vegalengd í suðurátt, í Rehoboth.

Kannski við förum bara núna á sunnudaginn til Gross Barmen, hver veit?

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...