23. september 2006

Salernisferðir

Hann sonur minn er eitthvað farinn að spá af alvöru í þetta með
koppinn... Hann er farinn að setjast svolítið á hann á kvöldin. Talar
líka svolítið um þessi mál, pissa og kúka og þar fram eftir götunum.

Svo í dag, sjálfsagt um fjögurleytið kemur hann til mín og fær því
framgengt að ég taki af honum bleyjuna, því hann þurfi að kúka. Nú, ég
fer og fylgist með gutta þar sem hann baksar með koppinn. Vandamálið
hjá honum er að hann situr ekki meira en svona þrjár sekúndur í einu á
koppnum. Þá þarf að færa hann til, nú eða setja fótinn ofan í hann, eða
setja hann á höfuðið. Eða bara eitthvað.

Eftir einhverja stund gefst ég upp á þessu og segi honum að láta mig
vita þegar hann vilji fá bleyju. Hann var þegar þarna er komið sögu
allsber. Síðan fer ég að lesa Moggann á tölvunni. Eftir smástund kemur
hann vælandi efst í tröppurnar, útataður í einhverju brúnu... Haldiði
að hann hafi ekki kúkað á mitt hjónaherbergisgólfið...

Ég þýt auðvitað til og skelli honum ofan í baðkarið og spúla drenginn
hátt og lágt. Hann var nú ekki sáttur við þá meðferð get ég sagt ykkur.
Finn síðan teppahreinsi og náði þessu bara öllu úr teppinu. Vann jú í
Teppalandi á sínum tíma og þurfti stundum að ráðleggja fólki í gegnum
síma með blettahreinsun úr teppum.

Svo fór ég að segja við hann að hann mætti ekki kúka á gólfið - neih,
sagði hann - hann yrði að kúka í koppinn - jáh, sagði hann. Hann var
svo ræfilslegur karlanginn að það var algjör bíó. Hann greinilega
skammaðist sín niður í tær.

En ég var nú ánægður með að hann skuli koma svona áður en hann kúkar.
Hann vissi greinilega hvað var að fara að gerast hjá sér, þ.a. kannski
verður hægt að venja hann af bleyjunni innan of langs tíma, hver veit.
Ég er svona að velta fyrir mér að taka bara eina helgi í þetta einhvern
tímann á næstunni. Undirbúa þetta svona eins og klippinguna, sem sagt
ræða þetta einhverja daga á undan og byrja svo bara
föstudagseftirmiðdag að hafa ekki bleyju á honum.

Vandamálið er bara að finna góða helgi. Leyfi ykkur að fylgjast með
þessum málum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki leggja of mikla áherslu á barnið með koppamál - samkvæmt fraudistmanum þá er það alls ekki gott. Þetta er heilmikið sálrænt ferli og það má ALLS EKKI flýta því of mikið

Gulla

Nafnlaus sagði...

Fraud ble uss og svei!!!!!!!
Vonandi borðaði hann það ekki eins og stóra sistir hans:)
Einn sem gleimir ekki

Nafnlaus sagði...

Hlusta á sálfræðinginn !!!!

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...