17. september 2006

Menning

Í dag fórum við Rúnar Atli á lista- og menningarhátíð Windhoekborgar.
Hún er haldin á hverju ári, hófst í þetta sinn á fimmtudaginn var og
lauk í dag. Við sátum í tvo og hálfan tíma og hlustuðum á ýmsar
tónlistaruppákomur. Hver hljómsveit/kór/einstaklingur hafði u.þ.b. tíu
mínútur til að syngja, þ.a. við heyrðum í nokkrum fjölda atriða. Fæstir
voru með hljóðfæri, heldur var bara söngur. Fæstir sungu á ensku, þ.a.
ég var sjaldnast með á hreinu hvað lögin fjölluðu um. Grunar mig þó að
mörg hafi verið dýrðarsöngvar um drottinn.

Ég skemmti mér bara ágætlega, ekki síst við að fylgjast með áhorfendum.
Oft var mikið hrópað og kallað og klappað þegar vel tókst til og oft
tekið undir þegar þekkt lög voru sungin.

Fyrir framan okkur var lítil stelpa, sennilega á svipuðum aldri og
Rúnar Atli. Skemmtilegt var að fylgast með henni því ef lögin voru
skemmtileg að hennar mati þá stóð hún í sætinu sínu og dillaði sér og
klappaði. Greinilega tónlistin í blóð borin.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...