28. september 2006

Ferðalag

Var að koma úr ferðalagi. Fór af stað á bílaleigubíl klukkan fimm í
gærmorgun. Ók sem leið lá suður á bóginn. Tók fimm hundruð kílómetra á
fjórum tímum sléttum. Svo það sé nú á hreinu, þá er hámarkshraði á
þjóðvegunum hér 120 km/klst.

Ég átti fundi í Keetmanshoop klukkan tíu í gærmorgun og var ég mættur
um klukkutíma fyrr. Þokkalegasti bær, Keetmanshoop, a.m.k. svona við
fyrsta rúnt um bæinn. Hef ekki komið þarna nema einu sinni eða tvisvar
og þá bara til að kaupa bensín. Að fundi loknum hélt ég ferð minni
áfram til Luderitz, en þar átti ég fund klukkan þrjú. Frá Keetmanshoop
til Luderitz eru 350 km, þ.a. þar voru tveir tímar og 30 mínútur til
viðbótar í akstri. Nú var sko gott að hafa iPodinn minn nýja sem ég
keypti í Fríhöfninni á leiðinni út um daginn. Keypti mér líka svokallað
iTrip sem gerir kleyft að hlusta á iPodinn í gegnum útvarpið í bílnum.
Hrein snilld.

En mikið er nú Namibía flott land. Sumstaðar er landslagið svo
stórbrotið að maður á bara ekki orð.

En ég var sem sagt á þessu fundarstússi. Fór svo í skoðunarferð um
fátækrahverfi Luderitz með manni af bæjarskrifstofunni. Sama er hversu
oft maður kemur í svona hverfi, alltaf er það jafnnöturlegt. Þvílík
heppni að maður skyldi álpast til að fæðast á Íslandi. Ef þið spáið í
það, þá eru líkurnar á því að fæðast þar frekar litlar. Sex milljarðar
manns búa á jörðinni, og reyndar svolítið meira, og 300.000 af þeim búa
á Fróni. 0,005% líkur á að vera Íslendingur.

En kannski getum við eitthvað aðstoðað þetta fólk, þótt í litlum mæli
sé.

Flaug svo heim í dag og mikið var gott að komast aftur heim. Þoli ekki
hótelherbergi, hreint út sagt.

Síðan á morgun liggur leiðin norður í land, til Opuwo í Himbalandi.
Þangað eru u.þ.b. 670 km, ef minnið bregst ekki, svo aftur þarf að
keyra. Er með iPodinn í hleðslu...

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...