7. september 2006

Líður að heimför

Þá er Íslandsheimsókninni að ljúka. Búið að vera gaman, en kannski fullstutt. Í dag hefur verið þeytingur. Klára allt sem þarf að klára. Byrjaði eiginlega í gær þegar ég sló blettinn. Alla 600 fermetrana eða hvað þetta nú er. Svo í dag þurfti að gera við vatnsdæluna sem sér um að húsið fari ekki á flot. Einhver gáfaður hafði notað venjulega kló og vafið einangrunarlímbandi utanum. Svo gaf þetta sig undan veðri og vindum einhvern tímann í sumar og sló allt út í kjallaranum. En nú er þetta komið í lag. Svo þurfti að fara með dót á haugana og setja upp hillur í herberginu hennar Dagmarar. Síðan þurfti að skjótast á pósthúsið og einnig fara í Tryggingarmiðstöðina, því ein taskan kom seint. Einhverjar bætur þarf að fá vegna þess. Annar bíllinn þurfti í viðgerð líka...

Nú sit ég hér dauðþreyttur og pikka þetta inn, en hún Gulla mín er að elda fiskibollur handa okkur. Þannig gómsæti fæst ekki í búðum í Namibíu.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...