19. september 2006

Símatími

Alveg er nú þetta blessaða símaforrit, Skype, frábært. Ég tók mig til
og skellti nokkrum evrum inn á skæpið til að geta hringt í heimasíma
beint út tölvunni. Nú er ég búinn að prófa að hringja í nokkur númer,
bæði heima á Fróni og einnig í Svíþjóð og er ég mjög ánægður með gæðin.
Einna verst kom út að hringja í farsíma í Svíþjóð. Þegar ég sá síðan að
hringing í svoleiðs græju er næstum 20-falt dýrari en að hringja í
heimasíma í því mæta (hóst, hóst) landi, þá ímynda ég mér ekki að ég
geri þetta aftur.

Talandi um kostnað. Samtals hef ég talað í 45 mínútur síðan ég fór að
prófa þetta. Ekki er þetta nú dýrt, heilar 152 krónur hef ég greitt
fyrir þessi símtöl.

Ætli þetta sé ekki bara ódýrara en að hringja innanlands á Íslandi?

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...