14. febrúar 2011

Söknuður

Í dag er Valentínusardagur. Dagur elskenda. Í gegnum tíðina hef ég ekkert misst mig yfir þessum degi. Engan veginn. En í dag... já, í dag sakna ég hennar Gullu. Við í sitthvorri heimsálfunni. Já, söknuður ríkir.

Ætli sjómenn og sjómannskonur hlægi ekki að þessu. Nokkrar vikur aðskilin og einhver meiriháttar söknuður í gangi.

Það er nú samt bara svoleiðis.

Meðfylgjandi lag heyrði ég í útvarpinu um helgina. Var nú alveg búinn að gleyma því, en mér finnst textinn lýsa ágætlega hvernig mér líður.

Gulla mín, njóttu dagsins - hlustaðu á textann.

Þetta styttist.

1 ummæli:

Gulla sagði...

Flottur texti. Þessu fer nú að ljúka :-)

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...