1. júní 2008

Verð á matvöru

Skaust í matvörubúð áðan. Rakst þá á vöruna sem er á meðfylgjandi mynd:


Jamm, arabíska á umbúðunum. Reyndar er enska á hinni hliðinni. En þetta er sem sagt undanrenna, flutt inn til Namibíu frá Egyptalandi, líklega með viðkomu í Suður Afríku.

Einn lítri af þessum drykk kostar sem svarar 117 krónum. Inni í því er 15% virðisaukaskattur.

En ég fór að hugsa um vegalengdina sem þessi undanrennulítri er búinn að ferðast. Nú er jú svo oft talað um hversu flutningskostnaður vara til Íslands leiði til hás verðs. Frá Egyptalandi til Suður Afríku eru litlir 7.200 km. loftleiðina. Töluvert lengra með sjó. Síðan frá Höfðaborg eru um 2.000 km til Windhoek þar sem ég kaupi vöruna.

Ætli megi ekki kvarta yfir háum flutningskostnaði? Heyri aldrei talað um svoleiðis hér.

Önnur vara sem ég keypti áðan, var örbylgjupoppkorn. Okkar heildsölufjölskyldumeðlimur hlýtur að geta hjálpað okkur aðeins með íslenskar upplýsingar. En popp þetta - sjá mynd - er framleitt í Bretlandi, skv. umbúðunum.


Ég skrapp á netið og mundi eftir Grimsby sem útskipunarhöfn á Bretlandi. Vegalengdin frá Grimsby til Reykjavíkur er 1.700 km. í loftlínu, skv. Google. Frá Grimsby til Höfðaborgar... 9.878 km... Munar um minna.

Þetta poppkorn hlýtur auðvitað að kosta formúu hér í Windhoek, ekki satt?

Kr. 251,-

Hvað kostar svona pakki á Fróni?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heildsalinn er þögull sem gröfinn!!!

Nafnlaus sagði...

239 kr. í viðurkenndri lágvöruverslun. Vitaskuld viðurkenndara merki hérna megin.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...