14. júní 2008

Hvaðan kemur fegurðin?

Hún þarna þessi norska er eitthvað að tuða um að fagurleiki sonar míns sé allur úr móðurættinni.

Þvílík della.

Kona mín er auðvitað ægifögur, en systkini hennar eru nú ekkert til að hrópa húrra fyrir...

En ég mótmæli hér með formlega þessari móðurættisdellu og legg hér gögn fram máli mínu til stuðnings. Þ.e. myndir af mér teknar fyrir nokkru síðan...


9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki að djóka??????????

kv,
Gulla

Nafnlaus sagði...

Mig langar nú að biðja þig að fjarlægja efri myndina.

kv,
Gulla

Nafnlaus sagði...

ASAP

gulla

Nafnlaus sagði...

Þessar myndir undirstrika bara það sem þessi norska segir :-)

Mér varð svo um þessar myndir að ég get bara kommentað eina setningu í einu he he

kv,
Gulla

Nafnlaus sagði...

Ok, nú eru þessar myndir búnar að vera í 30 mín á blogginu og það er meira en nóg. Ég neita því ekki að það renna á mann tvær grímur með það að koma út aftur :-)

kv,
Gulla

Nafnlaus sagði...

Eg a nu bara ekki ord,hef lengi verid talin med fridari mönnum.
Doddi

vennesla sagði...

Myndir segja meira en orð:-) Skil þig vel Gulla mín að hafa fengið sjokk, ég ætla bara að vona að ég fái ekki martroð í nótt.

Koss og knús frá þessari norsku

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Hallló er enginn að fatta þetta hérna eða hvað. Blessuð börnin Tinna Rut og Rúnar Atli eru jú bæði ljóshærð og hvaðan kemur sá hárlitur ehemmm..... hóst hóst

FRÁ JÓHÖNNU LANGBESTU FRÆNKU

Villi minn þetta eru æðislegar myndir af þér enda er alltaf sagt að myndavélin lýgur ekki....

Nafnlaus sagði...

Með fríðari mönnum!!!

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...