6. júní 2008
Celtics eða Lakers?
Datt í hug í gærkvöldi að stilla afruglarann til að taka upp fyrsta leikinn í NBA úrslitunum milli Boston Celtics og Los Angeles Lakers. Það er ekki alveg á dagskránni að vakna klukkan tvö og horfa til hálffimm þegar vinna er næsta dag. Reyndar væri séns að vakna þegar leikirnir færast til vesturstrandarinnar.
Jæja, en ég settist niður áðan og horfði. Fínt að horfa á upptöku því hægt er að spóla yfir auglýsingar og kjaftablaður. Í fyrsta skipti á ævinni ætla ég að halda með Boston Celtics. Að mínu viti er ekki hægt að halda með náunga eins og Kobe Bryant.
Gaurinn hér á myndinni, nr. 34, heitir Paul Pierce og var besti maður Celtics í gær. Gaman að því að hann er frá Los Angeles og ólst upp rétt hjá Lakers höllinni sem þá var. Hann hataði Celtics eins og pestina, og sér í lagi leikmann þar sem hét Danny Ainge. Núna, er hann sem sagt ein aðalstjarna Celtics og hver skyldi framkvæmdastjóri Celtics vera? Enginn annar en fyrrnefndur Danny Ainge...
Auðvitað vann Boston fyrsta leikinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Ætlar þú í alvöru að halda með Boston??
kv,
Gulla
Skrifa ummæli