Þessa dagana er ég í heimsókn hjá Himbunum. Í gær ferðaðist ég um til að skoða vatnsbrunna sem búið er að bora fyrir íslenska peninga. Í bílnum voru tveir Himbahöfðingjar ásamt túlki. Þarna er ferðast á svæðum sem eru eins útúr og hægt er að vera. Vegir hræðilegir og ekkert símasamband, hvorki landlína né farsímatenging.
Nema hvað, við erum búnir að hristast þarna vel á annan tíma, þegar annar höfðinginn hrópar upp yfir sig og biður um að bíllinn sé stöðvaður.
Sjáiði steininn í trénu þarna, spyr hann.
Við horfum, og jú, í mannhæðarháu tréi má sjá stein svona í rúmlega metra hæð frá jörðu.
Og hvað er merkilegt við þetta, spyrjum við.
Jú, segir höfðinginn, þessi steinn gefur til kynna að þarna sé farsímasamband!
Jahá.
Og mikið rétt, við fengum samband á símana okkar.
Einhverjum tímum seinna, biður höfðinginn að bíllinn sé stöðvaður upp á hæð einni. Hér er líka farsímasamband, segir hann hróðugur. Og svo klukkutíma síðar bendir hann á fjall, og viti menn þar er líka samband.
Greinilegt er að Himbarnir, þessi náttúrubörn, ganga greinilega um með gemsana sína leitandi að stöðum til að nota þá.
Frumbyggjar, hirðingjar eða tæknifrík?
8. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
2 ummæli:
Ef þú átt gemsa, verður þú að geta verið í sambandi:-) En samt gaman að því að Himbar séu með gemsa, hefði einhvern vegin trúað því að þeir færu eftir stjörnunum eða tunglinu eða eitthvað í þá áttina. En við lifum jú á tækniöld:-)
Koss og knús frá okkur í sólinni í Norge.
Það er samt spurning hve mikið himbarnir nýta sér tæknina þvi þegar funda á, þá er útvarpið látið útvarpa fundartíma og hverjir eiga að mæta.
Gaman að þessu.
kv,
gulla
Skrifa ummæli