En það sem hafði gerst var að róla hafði lent á honum. Ég er ekki alveg viss hvort einhver hafi verið í rólunni eða hvort einhver var að sveifla rólunni fram og til baka. Hann fékk að minnsta kosti róluhornið beint á kinnbeinið og greinilega af þó nokkru afli.
Svona leit hann út:

Ég fór beint á slysavarðstofuna og eins og yfirleitt var lítið um að vera þar. Komumst strax inn og þetta var skoðað og svo sett einhvers slags límkvoða í sárið. Rúnar Atli var ósköp duglegur, en var þó ekki sáttur að læknirinn var með hendina yfir andlitinu á honum á meðan hann þrýsti sárabörmunum saman. Síðan vorum við sendir í röntgenmyndatöku, því læknirinn vildi vera alveg viss að kinnbeinið væri óskaddað. Rúnar Atli var virkilega duglegur í myndatökunni, lá eins og skotinn og hreyfði sig ekki nokkurn skapaðan hlut. Við vorum búnir að ræða að hann fengi verðlaun ef hann yrði duglegur og hann stóð við sinn hluta samkomulagsins og vel það.
Við komum heim um hálftvöleytið, en mestur tíminn fór í bið á röntgenmyndastofunni.
Þegar ég kom síðan heim úr vinnu var kinnin mjög bólgin, en sárið sjálft lítur ekki illa út.

Í nærmynd:

En Rúnar Atli virðist ekki finna neitt til sem heitið getur. Reyndar vill hann ekki halda á síma í hægri hendi, því þá liggur síminn á sárinu.
Stórmerkilegt fyrirbrigði þessi límkvoða. Við feðgarnir erum alveg á því að þegar Emma var lítil, þá hefur ekki verið til svona kvoða úr því þurfti að sauma hana eftir að detta úr klifrutrénu. Fyrir þá sem ekki vita er Emma sögupersóna úr bókaflokknum um hana Emmu...
Svo má ekki setja mikla bleytu á sárið næstu fimm dagana, þ.a. hann fær ekki að mæta í sundtíma á morgun.
En merkilegt að sjá röntgenmyndirnar. Á þeim sjást greinilega fullorðinstennur og það engin smástykki. Greinilega verður nóg að gera fyrir tannálfinn á næstu árum.
Auðvitað stóð pabbinn við sinn hluta samkomulagsins og playmóbíll var keyptur. Blómasölu- og garðræktarbíll, og rekur playmókona það fyrirtæki.
3 ummæli:
Það er laglegt að sjá litla gæjann minn. En það er nú gott að hann virðist ekki finna neitt til.
kv,
Gulla
En hvað með LESTINA hefði hún ekki verið við hæfi?
Drengurinn minnir helst á ROCKY BALBOA.
Skrifa ummæli