18. maí 2008

Staðalímyndir

Í gegnum tíðina hef ég reynt að vera faðir sem er opinn fyrir ýmsu og sérstaklega hef ég reynt að forðast að beina syni mínum inn á leikföng sem eru sérstaklega fyrir stráka. Ég hef ekkert kippt mér upp við það að hann vilji bleika hluti, hvort sem eru skór eða annað. Hann fékk lánaðar dúkkur hjá systrum sínum án nokkurra athugasemda frá mér. Einhvern tímann spurði ég mína elskulegu eiginkonu hvort við ættum að kaupa dúkkukerru handa syninum. Svörin voru frekar fáleg...


Fyrr í dag var ég í kjörbúðinni með syni mínum og dóttur. Var ég að velja mér sturtusápu, DoppelDusch, og velti fyrir mér hvaða lit ætti að velja. Eins og oft áður leyfði ég Rúnar Atla að þefa til að fá hans álit. „Pabbi, ekki þessa, hún er græn. Strákar nota svarta.“

Og þá vissi ég það.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er rétt að byrja, stelpur verða bráðum stórhættulegar og nauða ómerkilegar verur.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...