28. maí 2008

Áhyggjuefni?

Var að koma heim í hádegismat eftir að sækja börnin. Þegar ég kom að sækja Rúnar Atla þá var hann að leika sér í einhverjum eldhúsleik.

„Ertu að baka?“ spurði ég.

„Nei, ég er að elda,“ var svarið. Svo hélt hann áfram: „Eli er pabbinn og ég er mamman...“

Áhyggjuefni...?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann er bara frábær hann frændi minn, í einu orði sagt:-)

Koss og knús frá okkur í Vennesla

Nafnlaus sagði...

Ef að þeir voru að elda hlýtur þú að hafa misskylið hann. Hann hefur sagt Eli er pabbin og eldar og ég er mamman og horfi á eins og heima:-)
Doddi

Nafnlaus sagði...

Drengurinn er greinilega mjúka týpan - það er alveg ljóst.

Nei Doddi, slíkur misskilningur getur EKKI hafa átt sér stað - það getur bara ekki verið. Því móðir hans er ekki bara áhorfandi í eldhúsinu - takk fyrir.

kv,
Gulla

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...