Jæja, þá er hún Gulla mín lögð af stað til Íslands. Fimm vikna ferð í þetta sinn. Enda varla hægt að skreppa fyrir minna alla þessa leið.
Aldrei þessu vant þá sá ég hana ekki vigta töskuna sína. Var enda létt, taskan..., ekki nema 16 kíló. Enda þarf Gulla að skipta um flugvöll í Lundúnum, taka rútu milli Gatwick og Heathrow. Slæmt að BA sé hætt að fljúga til Íslands. Ég hef séð mikinn mun á flugmiðaverði til Íslands frá því að það gerðist.
Vonandi taka nú allir vel á móti henni Gullu á klakanum.
Við þrjú sem eftir erum teljum dagana þar til hún kemur til baka.
13. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
2 ummæli:
Villi minn við tökum vel á móti henni og málum bæin rauðan
Vona að þið þraukið í 5 vikur án hennar, Villi minn:-)
Koss og knús frá okkur í Vennesla
Skrifa ummæli