Við feðgarnir létum klippa okkur á föstudaginn var. Höfum alltaf farið til sömu klippidömu, en nú er hún hætt störfum. Flutti til Bandaríkjana fyrir nokkrum vikum. Rúnar Atli hefur alltaf verið eins og engill hjá henni, en nú voru smávegis áhyggjur hvernig hann tæki nýjum klippara.
Áhyggjurnar voru ástæðulausar. Rúnar Atli var búinn að bíða spenntur í einhverja daga eftir klippingunni, sérstaklega vegna þess að klipparinn heitir Luigi, en einn bíllinn úr Bílamynd Disney heitir einmitt Luigi. Sjá mynd hér til hægri.
Guttinn sat grafkyrr allan tímann, þrátt fyrir að ýmislegt væri gert á annan hátt en hann er vanur. „Pabbi, hvaða hávaði er þetta?“ spurði hann mig, en þá var Luigi tekinn að snyrta hnakkann með litlum rafmagnsbartaskera. Þegar hann sá áhaldið fannst honum þetta flott, en ekki er ég viss um hann hefði samþykkt notkun bartaskerans hefði hann verið spurður fyrst.
En núna er drengurinn eins og klipptur út úr hárgreiðslublaði.
18. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli