Fyrir nokkru ákvað ég að sniðugt væri að tengja fartölvuna hennar Gullu við sjónvarpsskjáinn okkar því þá væri hægt að horfa á sjónvarp frá Íslandi á sjónvarpsskjá, en ekki á litlum tölvuskjá. Smávandamál að finna rétta snúru og þurfti að sérpanta hana. Snúran kom áðan og nú er hægt að horfa á tölvuna í sjónvarpinu.
En, þetta var nú ekki efni færslunnar. Ég keypti snúruna í namibísku Apple búðinni. Hvað annað? Svo spyr eigandinn mig hvort ég hafi séð nýju fartölvuna, MacBook Air. Nei, ég gat nú ekki sagt það, ja, nema jú á myndum.
Hann dregur upp eina tölvu og þvílíkt og annað eins. Ótrúlegt að þetta skuli vera tölva. Einu sinni þótti meiriháttar ef fartölvur væru undir 5 kílóum að þyngd. Þessi er 1 kíló og 36 grömm. Lygilegt. Sviftölva væri sjálfsagt rétta orðið.
En þetta er ástæðan fyrir því að ég hætti mér yfirleitt ekki í tölvubúðir að óþörfu. Hugurinn fer nefnilega á svif...
En eitt þótti mér merkilegt. Á Íslandi er ódýrasta sviftölvan á 209 þúsund krónur. Hérna var mér sagt tæpir 18 þúsund Namibíudalir, ca. 180 þúsund krónur.
En maður lætur sér nægja á setja hugann á svif. Þegar allt kemur til alls, þá getur tölvan hennar Gullu tengst við sjónvarpsskjá. Hvað þarf ég meira?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
2 ummæli:
Er minn að gefa mér "hint", m.a.s. setur inn verðið og að hún sé ódýrari í Namibíu en á Íslandi, humm hvað er í gangi.
En þetta er alveg ótrúleg tölva, það verður nú að segjast. En ég var þó að heyra frá einum tölvugúrú (eldri dóttir mín) að þessi tölva hitni reyndar mjög fljótt.
En flott er hún.
kv,
Gulla
Friðlaugur mágur minn á svona tölvu, þetta er alveg ótrúalega lítil og nett græja. Ég hef nú ekki mikið vit á tölvum, þannig að ég get bara sagt þér að hún er flott:-)
Koss og knús frá Vennesla
Skrifa ummæli