5. maí 2007

Hvað er eiginlega í gangi?

Fór að velta fyrir mér hvernig veðrið sé á landi ísa þessa dagana. Hér í Namibíu er mjög þægilegt veður þessa dagana. Hitinn slagar upp í 30 stigin yfir hádaginn og síðan eitthvað um og undir 10 gráður lægst. Fínn tími ársins.

Þegar ég var í Svíaríki fyrir nokkrum dögum, þá var fínt veður, en svalur vindur. Um leið og dró fyrir sólu fékk ég kuldahroll. Er því búinn að kvíða heimferðinni aðeins, sérstaklega fyrir hönd sonar míns. Hann er jú ekki vanur íslensku veðurlagi og síðast þegar við fórum heim, veiktist hann strax í Keflavík og var veikur eiginlega allan tímann.

Fór því á netið áðan til að kanna aðstæður.

Ég get ekki neitað því að hafa orðið nokkuð undrandi. Ókei, kannski ekki alveg sami hiti og við erum vön hér, en maður minn, getur þessi spá verið rétt?

Reykjavík - veðurhorfur næstu daga
FÖS 1 m/s 3 ° til 7 ° C
LAU 6 m/s 4 ° til 6 ° C
SUN 5 m/s 3 ° til 7 ° C
MÁN 6 m/s 3 ° til 8 ° C
ÞRI 3 m/s 4 ° til 8 ° C
MIÐ 2 m/s 4 ° til 8 ° C
Gert föstudaginn 04. maí 2007 - © Veðurstofa Íslands


Þrír sólardagar í röð. Getur þetta verið?

Við vonum það besta, en engu að síður verður þykk úlpa í handfarangrinum, húfa og vettlingar.

Allur er varinn góður sagði nunnan og dró ...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sumarið er komið, ekki spurning

Nafnlaus sagði...

Hvaða hvaða kiktu bara vestur því hér bíða allir spenntir eftir hvítasunnuhretinu sem hefur aldrei brugðist. Í fyrra snjóaði um mánaðarmótin maí/júní.....
Veðrið í dag er svona
Sól, heiðskýrt, napur vindur, hiti 1 stig......

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...