Oft hefur nú verið rætt um að gera Ísland að einhvers lags skattaparadís til að draga að erlenda kaupahéðna og ríkisbubba. Einstaka sinnum hefur vaknað svona umræða hér í Namibíu líka. En nú virðast mál vera að þróast þannig að öðrum vísi paradís verði hér: útungunarparadís.
Mér kom þetta í hug þegar ég hlustaði á útvarpsfréttirnar á leiðinni í vinnuna í morgun. Fór þulurinn að segja frá því að söngfuglinn síkviki, Britney Spears, hefði haft samband við aðstoðarráðherra ferðamála í Namibíu og spurt hvort hún mætti ekki koma til Namibíu og fæða sitt annað barn hér. Á hún víst von á sér í október.
Varla vissi ég hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég heyrði þessa frétt. Undanfarið hef ég verið duglegur við lestur slúðurblaðanna sem hún dóttir mín kaupir í viku hverri, og verð ég að viðurkenna að af öllum þeim stjörnum sem skrifað er um þá vorkenni ég henni Britney einna mest. Virðist vera almennt eineltisleyfi á hana og þeim mun verr sem hún lítur út á myndum, þeim mun betra. Man ég ekki eftir einni einustu slúðurgrein sem rakkar hana ekki niður, hvort sem er fyrir að vera slæm móðir, að hugsa ekki um útlitið eða bara að vera einfaldlega sú ömurlegasta af öllu ömurlegu.
En forvitnilegt verður að sjá hvort einhver alvara er í þessu, eða hvort þetta er einfaldlega gabb. Ferðamálaráðuneytið er núna í óðaönn að reikna út efnahagslegan ágóða landsins af komu Jolie og fylgdarliðs. Er álitið að fjöldi bandarískra ferðamanna muni snaraukast í kjölfar veru þeirra hér.
Mun Britney hafa sömu áhrif?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
2 ummæli:
Jemin hvað ég var ánægð með að sjá þennan pistill. því ég var að lesa mbl.is þar sem ég rakst á þessa frétt http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1207766 og ætlaði einmitt að senda þér fyrirspurn um þetta allt saman.... Takk fyrir þetta ;)
Eigum við ekki líka að tala við ráðherrann þegar við fáum börn næsta gang Jóhanna?
Ps.Við erum best í fótbolta
Skrifa ummæli