11. júní 2006

Birtir til

Jæja, þá birtir nú aðeins til í málum Rúnars Atla. Hann fór úr
olnbogaliði er nýjasta sjúkdómsgreiningin. Réttara sagt fór mjóa beinið
í framhandleggnum úr liði. Þetta er víst langt frá því að vera óalgengt
með börn á þessum aldri. Gerist oft þegar foreldrar rykkja í hönd eða
úlnlið barnins. T.d. ef barnið hrasar þá kippir maður oft á móti, þá
getur þetta gerst. Síðan ef börnunum er lyfti upp úr rúminu á
handleggjunum, þá getur þetta komið fyrir líka. Það finnst mér líklegt
að hafi gerst í tilviki Rúnars Atla, því hann var rétt kominn upp úr
rúminu þegar ég kem heim. Og þá sást þetta fyrst. Karlanginn.

Læknirinn reyndi að kippa honum í liðinn í morgun, en það tókst ekki.
Hann sagði að þegar liðnir væru tveir sólarhringir væri þetta orðið svo
stíft og bólgið að erfitt væri að koma beininu aftur til baka. Því þarf
að svæfa drenginn og gera þetta síðan.

Eigum við tíma núna klukkan tvö eftir hádegi, eitt að íslenskum tíma,
og mæting klukkutíma fyrr. Við vonum það besta, að sjálfsögðu, en
léttirinn er mikill að komið skuli vera á hreint hvað sé í gangi.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...