Nei, ekki er nú átt við opnunarleik HM í Þýskalandi, þótt úrslitin séu
þau sömu.
Hún Tinna Rut hefur um nokkura mánaða skeið stundað knattspyrnuæfingar
með stúlknaliði framhaldsskóla heilags Páls. Fyrir nokkrum vikum hófst
síðan keppni milli framhaldsskóla landsins og er þar um að ræða stúlkur
undir 17 ára aldri. Tinna Rut ætti reyndar, sem og margar stöllur
hennar, að vera í undir 15 ára hópi, en þar vantar lið til að keppa
við. Fyrstu tveir leikirnir töpuðust án þessa að valkyrjur heilags Páls
næðu að koma knettinum í mark mótherjanna. Þriðji leikurinn vannst
síðan, en það kom til vegna þess að mótherjinn mætti ekki. Síðan kom að
fjórða leik. Það var gegn hinum svonefnda þýska skóla, en leikskólinn
hans Rúnars Atla er deild innan þess skóla. Er skemmst frá að segja að
nú small sóknarleikur okkar stúlkna saman og vannst leikurinn með
fjórum mörkum gegn tveimur. Mikil var gleðin í herbúðum heilags Páls.
Tinnu Rut finnst þetta nokkuð skemmtilegt. Keypti sér knött um daginn
til að æfa sig heima fyrir. Hún spilar vinstra megin á miðjunni og
finnst því að æfa þurfi upp knatttækni vinstri fótar sem er ekki hennar
aðalfótur.
Svo er bara að taka næsta leik!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli