18. júní 2006

Gulla komin

Í gærmorgun lenti Gulla heilu og höldnu hér í Windhoek. Flugið gekk
ágætlega, þótt ekki væri mikil hvíld á langa fluginu. Miklir
fagnaðarfundir urðu, en Rúnari Atla fannst greinilega undarlegt að
mamma hans væri bara allt í einu komin. En sú undrun hvarf fljótlega og
nú límir hann sig við mömmu sína.

Að sjálfsögðu var byrjað að fara á kaffihús, enda eldsnemma morguns.
Já, ég ætti kannski að nefna að ég, Tinna Rut og Rúnar Atli vorum mætt
út á völl tíu mínútum áður en vélin lenti. Bara svo það sé nú allt á
hreinu.

Haldið var upp á 17. júní hér í Windhoek, en allir fjórir íslenskir
starfsmenn ÞSSÍ í Namibíu áttu fjölskyldumeðlimi í flugvélinni sem
Gulla kom með og því þótti tilvalið að hittast seinnipart dags og halda
upp á lýðveldisdaginn. Ekki fór mikið fyrir rigningu og roki hér. Ef
einhver vildi vita það.

Í dag á síðan að leggja af stað í langan leiðangur. Ég þarf að skoða
verkefni lengst norður í landi og ákváðum við að gera túristaferð úr
þessu að hluta. Hugmyndin er að enda í Etosha þjóðgarðinum og leyfa
Rúnari Atla að sjá fíla, gíraffa og fleira í þeim dúr. Við komum ekki
til baka fyrr en eftir viku, svo líklega verður þessi dagbókarsíða
þögul næstu vikuna.

Þar til næst.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bið að heilsa gíröffunum og fílunum. Mikið er gott að þú varst komin á flugvöllin í tíma.....

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...