6. júní 2006

Tölvufælni og símatap

Eitthvað hef ég verið latur að sitjast niður við tölvuna undanfarna
daga. Tinna Rut er eitthvað farin að færa sig upp á skaftið og farin að
liggja í tölvunni kvöld eftir kvöld. Æ, það pirrar mig reyndar ekki,
þegar ég nenni eiginlega ekki að setjast við hana hvort sem er. Stór
hluti vinnudagsins fer fram andspænis tölvuskjá, og stundum er því
ágætt að fá sér frí þegar heim er komið.

Í kvöld hins vegar er annað upp á teningnum, Tinna Rut búin að liggja í
símanum í allt kvöld inni í herberginu sínu og tala við einhverja vini
sína. Hún er hálffúl í skapinu því hún varð fyrir því að gemsanum
hennar var stolið í dag. Jamm, stolið. Hún var á fótboltaæfingu og
þjálfarinn, sem venjulega geymir símann hennar, mætti aðeins of seint.
Hún vafði gemsanum því inn í upphitunartreyjuna og setti við
hliðarlínuna. Mundi svo ekkert eftir símanum þegar þjálfarinn mætti
loksins. Svo í lok æfingar þá var gemsinn horfinn. Greinilega er búið
að taka kortið úr, því ekki næst í númerið ef prófað er að hringja.
Útaf þessu er stúlkutetrið nokkuð niðurdregið í kvöld. Skal engan
undra.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æiii Tinna mín, hún verður bara að fá flottari síma stúlkan... Ekki satt ??

Nafnlaus sagði...

Jóhanna frænka getur örugglega sent þér nýjan síma!
Doddi

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...